Vöfflur úr Biskupstungum frá 1957.
5 stórir bollar hveiti
2 bollar sykur
250 gr. smjölíki
2 tsk ger (lyftiduft)
1 tsk natron
Kardemommur
3 egg
Ca. 4 bollar mjólk eða 3 pelar
Deigið á að vera frekar þykkt næstum eins og jólakökudeig.
Frönsk súkkulaðikaka frá Stínu Vals.
🥂🥂🥂🥂🥂🥂🥂🥂 🥂 🥂 🥂
175 gr. smjör
175 gr. suðusúkkulaði
180 gr. sykur
3 eggjarauður
½-1 dl. heslihnetur
60 gr. hveiti
1 tsk kaffiduft
3 eggjahvítur
Smjör, súkkulaði og sykur brætt saman í potti. Eggjarauður þeyttar saman við í pottinum, þá
hveiti og kaffiduft. Eggjahvítur stífþeyttar og þeim blandað varlega saman við. Bakað neðarlega í
ofni í 30 mín. Við 170-200°C. Látið kólna í forminu, losað og lyft varlega (er blautt og klesst) á
disk. Þeyttur rjómi, kiwi og rifið suðusúkkulaði sett ofaná.
Bláberjabomba frá Svanhildi.
🫐🫐🫐🫐🫐🫐🫐🫐
Skel:
250 gr. hveiti
175 gr. smjör
2 eggjarauður
50 gr. flórsykur
Hnoðað saman og sett í botninn á pæformi.
Fylling:
400 gr. frosin aðalbláber
1 msk sykur
50 gr. suðusúkkulaði
50 gr. smjör
2 eggjarauður
Bláberin sett í formið og sykrinum dreift yfir. Suðusúkkulaði brætt með smjörinu og eggjarauðum
hrært saman við og hellt yfir berin.
Marens
4 eggjahvítur - stýfþeyta egg og sykur saman. Setja sem lok yfir berin og baka í 25-30mín.
200 gr. sykur – borið fram með ís og/eða þeyttum rjóma.Stay up-to-date with the latest news and trends in the film industry. Our blog features articles, interviews, and reviews from industry experts and thought leaders. Learn about new techniques, technologies, and emerging trends in the world of film.
Súkkulaðismákökur (brúðkaupskökur).
🪻🪻🪻🪻 🪻 🪻 🪻 🪻 🪻 🪻 🪻
21/2 bolli hveiti
1 bolli sykur
½ bolli púðursykur
200 gr. smjörlíki
1 tsk sódaduft
1 tsk salt
2 stk egg
Vanilludropar
Tvöfallt stykki síríus suðusúkkulaði brytjað smátt. Degið hrært og sett á plötu með teskeið.
Uppskriftin ásamt fallegum kökudunk fullum af kökum var brúðkaupsgjöf til séra Magúsar
Guðjónssonar og frú Önnu Sigurkarlsdóttur 1951.
Jólaísinn okkar í Hófgerðinu, kemur frá ömmu Önnu.
5 egg, 2 heil og 3 rauður
5 msk sykur
½ lítri rjómi
vanilludropar
Suðusúkkulaði smátt brytjað.
Egg, sykur og vanilludropar hrært þar til ljóst og létt. Rjóminn þeyttur og honum blandað varlega
saman við. Suðusúkkulaðinu bætt útí. Sett í form og fryst.Learn more about our company and our team of experienced professionals. We are passionate about film and dedicated to providing the highest level of service and quality to our clients. Let us help you unleash your creativity and tell your story.
Ostakakan hennar Helgu í skólanum.
250 gr. makkarónur
75 gr. smjör
300 gr. hreinn rjómaostur
1/2 ltr. rjómi
2 tsk. vanillusykur
200 gr. flórsykur
Makkarónurnar muldar niður og settar í pott með smjörinu. Látið blandast vel saman og sett í
botn á eldföstu móti. Rjómi þeyttur og settur til hliðar. Rjómaostur, flórsykur og vanillusykur þeytt
saman. Að lokum er rjóminn hrærður saman við rjómaostablönduna með sleif (ekki þeyta).
Blandan sett ofan á makkarónubotninn og skellt í frysti.
Krem
200 gr. suðusúkkulaði
1 msk rjómi eða olía
1 dós sýrður rjómi
Súkkulaðið brætt í vatnsbaði, rjómi/olía og sýrður rjómi hrært saman við. Kremið sett ofan á
frostna kökuna (alla vegna vel kalda).
Tilvalið að skreyta með ferskum berjum, t.d. jarðaberjum, bláberjum eða vínberjum.We offer high-quality filming services for both small and large-scale productions. From pre-production to post-production, our team of experts will guide you through every step of the process.
Vatnsdeigsbollurnar hennar mömmu.
4 dl vatn
4 dl hveiti
100 gr. smjörlíki
5 egg
Vatn og smjörlíki hitað í potti, potturinn tekinn af hitanum og hveiti bætt útí og hrært. Eggin skilin,
rauður settar í ein í einu og hrært á milli. Hvítur stífþeyttar og settar varlega saman við deigið
með sleikju. Bollurnar settar með teskeið á smjörpappírsklædda plötu og bakaðar í ca. 20 mín
við 280°C
Marnensbotn með kornflexi (uppskriftin kemur úr skóla barnanna).
🌼🌼🌼🌼🌼🌼🌼
4 eggjahvítur
200 gr. sykur
70 gr. kornflex eða rice krispies
1/2 tsk lyftiduft
Stífþeyta eggjahvítur, sykur og lyftiduft, blanda svo kornflexi varlega saman við með sleikju.
Marensinn er settur á smjörpappír (þvermál 23-25cm). Ofn hitaður í 120°C á blæstri, bakað í ca.
50 mínútur, gott að lát kólna í ofninum.
Dæmi um fyllingu:
½ ltr rjómi, 100 gr suðusúkkulaði britjað smátt og blandað rjómanum ásamt ferskum
jarðaberjum.